Dómaranámskeið – Aðgangur ókeypis

KFÍA og KDA (Knattspyrnudómarafélag Akraness) standa fyrir dómaranámskeiði mánudaginn 27. febrúar kl. 20:15 í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum.

Skráning er á skrifstofu KFÍA í síma 433-1109 eða með tölvupósti á netfangið skrifstofa@kfia.is. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Steinari (863-6430) eða Halldóri (822-7020).

Ávinningur þess að vera dómari:

  • Frímiðar á alla leiki á vegum KSÍ
  • Greiðslur fyrir leiki
  • Frítt í sund
  • Frítt í tækjasalinn á Jaðarsbökkum
  • Frímiði á lokahóf ÍA
  • Æfingar hjá deildardómurum ÍA
  • Þrektímar hjá þjálfara
  • Aðrir viðburðir á vegum KDA
  • Frábær félagsskapur og fleira

Ef vel gengur er á fáum árum hægt að vinna sig upp í spennandi verkefni bæði innanlands og erlendis. Á Akranesi er starfandi eitt elsta knattspyrnudómarafélag landsins, KDA.

Er ekki kominn tími til að læra alvöru dómgæslu á knattspyrnuvellinum og bæta við þá þekkingu sem þið hafið á hliðarlínunni

Til gamans má geta þess að fjölmörg aðkomulið hafa hrósað dómaramálum á Akranesi vegna fagmennskunnar sem þar ríkir.

Vertu með í dómaraliðinu!