Æfingagjöld

Æfingagjöld KFÍA 2017

Ýmsar upplýsingar um æfingagjöld:

• Æfingagjöldin þurfa að standa að sem mestu leiti undir rekstri yngri flokkanna þar sem langstærsti kostnaðarliðurinn er laun þjálfara.
• Innheimt er árgjald, heimilt er að dreifa greiðslum í 1-4 skipti. (Fjöldinn ræðst af upphæð)
• Boðið er  uppá val á milli þess að taka þátt í fjáröflunum eða ekki.
• Systkinaafsláttur verður fastur 6.000 kr,- á hvert barn (12.000 kr,- fyrir 2 börn, 18.000 kr,- fyrir 3 börn o.s.frv.)
• Iðkendur í 8. flokki taka ekki þátt í fjáröflunum en fá engu að síður systkinaafsláttinn.
• Greiðsla æfingagjalda er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkurinn fer á.
• Félagið lánar iðkendum keppnistreyjur vegna þátttöku í mótum og leikjum
• Fatnaður sem er innifalinn í æfingagjöldum 2017 eru stuttbuxur (2.-7. flokkur), hettupeysa (5.-8. flokkur) og stuttermabolur (2.-4. flokkur). Afhent um leið og pappírssala fer fram í maí.

 

Árgangar / Flokkar Æfingagjöld Án þátttöku Með þátttöku
’98 / 2. flokkur 82.500 82.500 54.500
’00 – ’99 / 2. flokkur 94.500 94.500 66.500
’06 – ’01 / 5.-3. flokkur 99.000 99.000 71.000
’08 – ’07 / 6. flokkur 92.000 92.000 64.000
’10 – ’09 / 7. flokkur 80.300 80.300 52.300
’13 – ’11 / 8. flokkur 29.000
Þátttaka foreldra
1 * WC 4.000
2 * WC 4.000
3 * WC 4.000
Norðurálsmótið 16.000
Alls: 28.000

 

Nánari upplýsingar um afslætti vegna þátttöku í fjáröflunum:

• Afsláttur fyrir þátttöku í öllum fjáröflunum (3x pappírssala og Norðurálsmótið) er 28.000 kr. á barn, sama hvort að það eru 1, 2, 3 eða fleiri börn.
• Ef fólk skráir sig með fullri þátttöku en tekur svo ekki þátt gjaldfellur strax sú upphæð sem fólst í þátttökunni 16.000 kr. fyrir Norðurálsmótið og 4.000 kr. fyrir hverja WC-sölu, að viðbættum seðilgjöldum.
• Ef látið er vita tímanlega af forföllum á mótshelgi Norðurálsmóts er mögulega hægt að bjóða upp á að vinna upp í afsláttinn með öðrum hætti. Þar sem mótið er samt sem áður stærsti viðburðurinn sem þar manna bætist við 20% álag á tímafjöldann ef hann er unnin utan mótshelgarinnar.
• Reikningur vegna óunninnar vinnu er sendur út í lok árs, eftir að fyrir liggur að ekki verði um fleiri verkefni að ræða sem hægt er að bjóða upp á.

 

Þátttaka á Norðurálsmótinu, 23.-25. júní 2017:
• 1 barn = Að lágmarki 9 klst.
• 2 börn = Að lágmarki 13 klst.
• 3 börn eða fleiri = Að lágmarki 16 klst.
Þátttaka í WC-sölunni:
• 1 barn = 3 pakkningar
• 2 börn og fleiri = 4 pakkningar
• Umfram pakkningar gefa 500 kr,- afslátt við móttöku.

 

Ábending: Þegar skráð er fleiri en eitt barn í Nóra er best að byrja á því barni sem er með lægsta æfingargjaldið, þannig að systkinaafslátturinn nýtist sem best.