Aðrir leikir 4.-5. mars

Eins og við höfum komið inná eiga báðir meistaraflokkarnir leiki í Höllinni á morgun, laugardaginn 4. mars.

Í beinu framhaldi af leikjum meistaraflokkanna tekur A-lið 4. flokks karla á móti Keflavík í Faxaflóamótinu, kl. 15:00, Skagastrákar eru fyrir leikinn í 3. sæti með 12 stig en Keflavík situr í neðsta sætinu með 3 stig. B-lið sömu félaga eigast svo við kl. 16:20. Þar eru okkar strákar í 4. sætinu fyrir leikinn en Keflavík í því neðsta. Síðasti leikur ÍA þennan daginn er svo þegar B2 lið 4. flokks tekur á móti Stjörnunni 2 kl. 17:40. ÍA vann góðan sigur á Breiðablik 4 í síðasta leik og strákarnir mæta án efa ákveðnir til leiks.

Á sunnudaginn fara C2- og D2-lið 5. flokks karla í heimsókn til Stjörnunnar  í Garðabæinn. C2 liðin mætast kl. 10:00 og D2 kl. 10:50. Þetta er  aðeins annar leikur beggja liða í Faxaflóamótinu.

Á sunnudaginn mun svo Höllin hýsa þrjá leiki í Lengjubikarnum, en þeir eru eftirfarandi:

Ægir – Vestri kl. 13:00

FH – KA kl. 15:00

Kári – KFG kl. 17:00