Lumman – Kári: 0-3

Létt síðbúin umfjöllunLumman – KáriKáramenn mættu Lummunni í Kópavogi þann 9.júlí.Miðað við stöðu liðanna í deildinni var búist við nokkuð þægilegum sigri Káramanna, en Káramenn voru á toppnum með 16 stig á meðan Lumman sat við botninn með aðeins 3 stig.Lumman...

lesa meira

Kóngarnir – Kári: 1-8

Káramenn mættu botnliði Kónganna í Úlfarsárdal í kvöld. Ljóst var fyrir leikinn að ef allt ætti að vera eðlilegt að þá ættu Káramenn að landa nokkuð öruggum sigri, en þetta var síðasti leikur liðsins í fyrri umferð A-riðils 4.deildar. Á sama tíma mætti Snæfell liði...

lesa meira

Kári – Hörður: 6-1

Káramenn tóku á móti Herði frá Ísafirði í Akraneshöll í gær.Fyrir leikinn voruð bæði lið með 10 stig, en Hörður með 2 leikjum fleiri, en með sannfærandi sigri gátu Káramenn endurheimt toppsætið.Káramenn mættu ferskir til leiks og sóttu af miklum krafti fyrsta korterið...

lesa meira

Kári – Snæfell: 5-1

Káramenn mættu liði Snæfells í Vesturlandsslag A-riðils 4.deildar í gærkvöldi. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Káramanna enda árangur Snæfells undanfarin ár ekki upp á marga fiska, en jafntefli gegn Herði Ísafirði og naumt tap þeirra gegn Hvíta Riddaranum gáfu...

lesa meira

Kári – Lumman: 5-0

Káramenn mættu Lummunni í Akraneshöll í kvöld, en búast mátti við hörkuleik þar sem Lumman inniheldur nokkra sterka leikmenn sem hafa spilað í efstu deildum. Það var þó ljóst á fyrstu mínútum leiksins að Káramenn væru með mun sterkara lið og augljós munur á formi...

lesa meira

Kári – Lumman Akranesi miðvikudaginn klukkan 20:00

Káramenn mæta nýstofnuðu liði Lummunar í fyrsta leik sínum í 4.deildinni núna á morgun á heimavelli. Lið Lummunnar er óskrifað blað, en nokkrir reynslumiklir kappar hafa skipt yfir í Lummuna á síðustu vikum og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst til á móti...

lesa meira

Knattspyrnufélagið Kári

 

Kári á Facebook

Kári - Vestri 3-1 leik lokið í Akraneshöll
Andri Júll '22
Vestri '54
Gylfi Brynjar '66
Ragnar Már '79
... See MoreSee Less

View on Facebook

7 leikmenn komnir frá ÍA yfir í Kára.
Nú rétt í þessu gengu í gegn félagaskipti sjö leikmanna sem eru á samningi hjá ÍA yfir í Kára á lánssamningi.
Félagaskiptin mun klárlega styrkja Káramenn í komandi átökum, en það er þó ansi líklegt að ÍA muni taka einhverja þeirra til baka í maí mánuði þegar Inkasso deildin byrjar, en hversu margir þeir verða mun koma í ljós. Nokkrir þessara leikmanna eru með reynslu í efstu tveimur deildunum og lang flestir með leiki fyrir unglingalandslið Íslands.
Gríðarlega flottur hópur sem við bjóðum innilega velkomna í Kára, en leikmennirnir eru eftirfarandi:
Albert Hafsteinsson
Alexander Már Þorláksson
Aron Ingi Kristinsson
Birgir Steinn Ellingsen
Guðfinnur Þór Leósson
Oskar Wasilewski
Stefán Ómar Magnússon

Þeir Alexander Már, Aron Ingi og Birgir Ellingsen munu taka þátt í leik kvöldsins gegn Vestra, en Aron Ingi er sá eini af þeim sem hefur ekki klæðst Káratreyjunni áður.

Minnum svo enn og aftur á leikinn í kvöld í Akraneshöll klukkan 20:00
Kári - Vestri í Lengjubikarnum B-deild.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári - Vestri í kvöld í Akraneshöll klukkan 20:00
Þá er komið að þriðja leik Kára í Lengjubikar KSÍ, en í kvöld taka Skagamenn á móti Vestfirðingunum í Vestra.
Það verður svokallaður toppslagur í kvöld þar sem bæði lið eru með fullt hús stiga, Káramenn eftir tvo mjög sannfærandi sigra 7-3 sigur gegn Augnablik og 5-0 sigur gegn KFG, en Vestri er með 3-0 sigur gegn Ægi eftir að liðinu hafði verið dæmdur sigur í leik sem fór 1-2 fyrir Ægi, en þar sem þeir spiluðu ólöglegum leikmanni að þá var Vestra dæmdur sigur 3-0, en seinni leikinn unnu þeir svo Berserki í 10 marka leik 6-4.
Það verður því mjög spennandi að sjá hvernig leikar fara.

Við hvetjum sem flesta að kíkja í Akraneshöll, en við bendum þeim á sem ekki komast að hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á ÍA-TV.
www.facebook.com/iasjonvarp/

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Leikur lokið í Akraneshöll
Kári - KFG 5-0

Andri Júll '13 '61 '87
Marinó Hilmar '81
Gylfi Brynjar '85
... See MoreSee Less

View on Facebook

Káramenn minna á leikinn á föstudaginn klukkan 18:30 í Lengjubikarnum B-deild, Kári - KFG í Akraneshöll.

Bæði lið hafa farið vel af stað í sínum leikjum og unnið sinn leikinn hvort mjög sannfærandi. Káramenn sigruðu Augnablik 7-3 á meðan KFG sigraði Berserki 5-0.
KFG eru með góða blöndu af ungum og sprækum leikmönnum og svo eldri og reyndari mönnum ekkert ólíkt Káraliðinu en KFG fékk til sín vænan liðstyrk á dögunum þegar Veigar Páll Gunnarsson kom aftur heim í Garðabæinn.
Það verður því ekkert gefið næsta föstudag og framundan gríðarlega spennandi leikur milli efstu liðana í riðlinum.

Hvetjum sem flesta til að kíkja í Höllina!

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook
Kára