Lumman – Kári: 0-3

Létt síðbúin umfjöllunLumman – KáriKáramenn mættu Lummunni í Kópavogi þann 9.júlí.Miðað við stöðu liðanna í deildinni var búist við nokkuð þægilegum sigri Káramanna, en Káramenn voru á toppnum með 16 stig á meðan Lumman sat við botninn með aðeins 3 stig.Lumman...

lesa meira

Kóngarnir – Kári: 1-8

Káramenn mættu botnliði Kónganna í Úlfarsárdal í kvöld. Ljóst var fyrir leikinn að ef allt ætti að vera eðlilegt að þá ættu Káramenn að landa nokkuð öruggum sigri, en þetta var síðasti leikur liðsins í fyrri umferð A-riðils 4.deildar. Á sama tíma mætti Snæfell liði...

lesa meira

Kári – Hörður: 6-1

Káramenn tóku á móti Herði frá Ísafirði í Akraneshöll í gær.Fyrir leikinn voruð bæði lið með 10 stig, en Hörður með 2 leikjum fleiri, en með sannfærandi sigri gátu Káramenn endurheimt toppsætið.Káramenn mættu ferskir til leiks og sóttu af miklum krafti fyrsta korterið...

lesa meira

Kári – Snæfell: 5-1

Káramenn mættu liði Snæfells í Vesturlandsslag A-riðils 4.deildar í gærkvöldi. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Káramanna enda árangur Snæfells undanfarin ár ekki upp á marga fiska, en jafntefli gegn Herði Ísafirði og naumt tap þeirra gegn Hvíta Riddaranum gáfu...

lesa meira

Kári – Lumman: 5-0

Káramenn mættu Lummunni í Akraneshöll í kvöld, en búast mátti við hörkuleik þar sem Lumman inniheldur nokkra sterka leikmenn sem hafa spilað í efstu deildum. Það var þó ljóst á fyrstu mínútum leiksins að Káramenn væru með mun sterkara lið og augljós munur á formi...

lesa meira

Kári – Lumman Akranesi miðvikudaginn klukkan 20:00

Káramenn mæta nýstofnuðu liði Lummunar í fyrsta leik sínum í 4.deildinni núna á morgun á heimavelli. Lið Lummunnar er óskrifað blað, en nokkrir reynslumiklir kappar hafa skipt yfir í Lummuna á síðustu vikum og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst til á móti...

lesa meira

Knattspyrnufélagið Kári

 

Kári á Facebook

Leik lokið
Kári- Einherji 1-1
Einherji '8
Oliver Darri Bergmann '87

Káramenn mættu Einherja á Vopnafirði í dag.
Aðstæður voru ekki þær bestu, rigning, rok og rétt um 7° hiti en eftir að Einherji komst yfir í upphafi leiks áttu Káramenn nánast öll völd á vellinum, en grjótharðir Einherjamenn vörðust virkilega vel og gáfu Káramönnum fá alvöru tækifæri á að jafna.
Það kom þó að því að vörn Einherja gaf eftir og Káramenn jöfnuðu leikinn á 87 mínútu og í framhaldinu settu okkar menn mikinn þrýsting á að ná í stigin 3 en það dugði ekki og liðin skildu jöfn 1-1 í leikslok.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Káramenn eru mættir austur á Vopnafjörð þar sem hefur rignt látlaust í um tvo sólarhringa, en núna klukkan 14:00 hefst leikur Kára og Einherja í toppbaráttu 3.deildar. Káramenn eru sem stendur á toppnum með 15 stig en Einherji er skammt undan með 12 stig. Gríðarlega mikilvæg stig í boði í dag, við setjum inn stöðu leiksins hér á eftir.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári einir á toppi 3.deildar eftir 4-1 sigur á Reyni Sandgerði í kvöld 😎😍🤗 ... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári - Reynir S. 4-1 '81
Sverrir Mar Smárason '36
Reynir Sandgerði '50
Marinó Hilmar Ásgeirsson '54
Helgi Jónsson '81
Guðlaugur Brandsson '90
Leikur hafinn í Akraneshöll
... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári - Reynir Sandgerði
Akraneshöll á morgun miðvikudag klukkan 20:00.
Káramenn sem eru á toppi 3.deildar með 12 stig og hafa skorað mest allra liða á Íslandi mæta Reyni frá Sandgerði í Akraneshöll annað kvöld, en þetta er leikur í 6.umferð 3.deildar.
Reynismenn hafa farið illa af stað í deildinni og eru aðeins með 4 stig, en þeirra fyrsti sigur í deildinni kom í síðustu umferð í botnslag gegn Berserkjum 1-0.
Það verður því spennandi að sjá hvort Káramenn haldi haus og haldi áfram að dæla inn mörkum eða hvort Reynismenn mæti dýrvitlausir og næli sér í óvænt úrslit í Akraneshöll.

Hvetjum alla til að mæta á völlinn.

Leikurinn á morgun verður í boði Brauða og kökugerðarinnar eða Kallabakarí eins og flestir Skagamenn þekkja það og að sjálfsögðu verður sjóðheitt kaffi og dýrindis meðlæti frá Kallabakarí á staðnum 🙂

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook
Kára