Lumman – Kári: 0-3

Létt síðbúin umfjöllunLumman – KáriKáramenn mættu Lummunni í Kópavogi þann 9.júlí.Miðað við stöðu liðanna í deildinni var búist við nokkuð þægilegum sigri Káramanna, en Káramenn voru á toppnum með 16 stig á meðan Lumman sat við botninn með aðeins 3 stig.Lumman...

lesa meira

Kóngarnir – Kári: 1-8

Káramenn mættu botnliði Kónganna í Úlfarsárdal í kvöld. Ljóst var fyrir leikinn að ef allt ætti að vera eðlilegt að þá ættu Káramenn að landa nokkuð öruggum sigri, en þetta var síðasti leikur liðsins í fyrri umferð A-riðils 4.deildar. Á sama tíma mætti Snæfell liði...

lesa meira

Kári – Hörður: 6-1

Káramenn tóku á móti Herði frá Ísafirði í Akraneshöll í gær.Fyrir leikinn voruð bæði lið með 10 stig, en Hörður með 2 leikjum fleiri, en með sannfærandi sigri gátu Káramenn endurheimt toppsætið.Káramenn mættu ferskir til leiks og sóttu af miklum krafti fyrsta korterið...

lesa meira

Kári – Snæfell: 5-1

Káramenn mættu liði Snæfells í Vesturlandsslag A-riðils 4.deildar í gærkvöldi. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Káramanna enda árangur Snæfells undanfarin ár ekki upp á marga fiska, en jafntefli gegn Herði Ísafirði og naumt tap þeirra gegn Hvíta Riddaranum gáfu...

lesa meira

Kári – Lumman: 5-0

Káramenn mættu Lummunni í Akraneshöll í kvöld, en búast mátti við hörkuleik þar sem Lumman inniheldur nokkra sterka leikmenn sem hafa spilað í efstu deildum. Það var þó ljóst á fyrstu mínútum leiksins að Káramenn væru með mun sterkara lið og augljós munur á formi...

lesa meira

Kári – Lumman Akranesi miðvikudaginn klukkan 20:00

Káramenn mæta nýstofnuðu liði Lummunar í fyrsta leik sínum í 4.deildinni núna á morgun á heimavelli. Lið Lummunnar er óskrifað blað, en nokkrir reynslumiklir kappar hafa skipt yfir í Lummuna á síðustu vikum og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst til á móti...

lesa meira

Knattspyrnufélagið Kári

 

Kári á Facebook

Leik lokið á Akranesvelli
Kári - KFG 2-1 '30
Ragnar Már '26
Alexander Már
KFG '75
Káramenn með 8 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar 4 leikir eru eftir 😄
... See MoreSee Less

View on Facebook

Minnum á leikin á eftir á Akranesvelli klukkan 18:30
Kári - KFG
Hægt verður að smakka og kaupa eðal harðfisk frá Vestfjörðum til styrktar Kára. 😍
Einnig verður kaffi og meðlæti í boði.
Athugið ekkert verður rukkað í kaffið en tekið verður á móti frjálsum framlögum 😊

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári - KFG 18:30 föstudaginn 18.ágúst á Akranesvelli.
Káramenn mæta á morgun KFG í toppbaráttu 3.deildar. Káramenn sem eru komnir með 6 stiga forskot í deildinni mæta KFG sem eru sem stendur í 5.sæti, en aðeins 3 stigum frá 2.sæti. Það er því ljóst að það stefnir í hörkubaráttu á morgun, Káramenn vilja að sjálfsögðu ekkert gefa eftir á toppi deildarinnar og tryggja sér sem fyrst toppsætið og sæti í 2.deild að ári á meðan KFG verður að vinna til að halda í vonina um 2.sætið.

Hvetjum sem flesta að mæta á völlinn.
Athugið að ekki verður hægt að kaupa miða á vellinum á morgun, en í staðinn vonumst við að sem flestir styrki okkur Káramenn og tryggi sér í leið eintak af eðal harðfisk frá Ísafirði 🙂
Að sjálfsögðu tökum við líka við frjálsum framlögum og að venju verður kaffi og bakkelsi í boði.

Við hvetjum sem flesta að mæta á völlinn og styðja Kára í toppbaráttunni.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Eðal harðfiskur til sölu til styrktar Kára!
Káramenn bjóða nú þennan ótrúlega góða harðfisk frá Ísafirði til sölu, þetta eru um 200gr af hertri ýsu.
Pakningin kostar 2.500kr. og er hverrar krónu virði 🙂

Endilega hafið sambandi við einhvern úr Kára eða leggið inn pöntun hér í commentum eða skilaboðum.
Einnig er hægt að ná sér í harðfisk á leik Kára næsta föstudag þegar liðið mætir KFG á Akranesvelli klukkan 18:30.

Frábær fiskur og góður styrkur til toppliðs Kára 😉

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Káramenn hressir eftir frábæran leik gegn KF 😁
Toppsætið klárt með 30 stig og KF í öðru sæti 6 stigum á eftir en Káramenn eru svo að auki með lang bestu markatölu deildarinnar 38-9 eða 29 mörk í plús, en næstir koma KF-menn með 8 mörk í plús. Kári á eftir að spila 5 leiki í sumar og verður gríðarlega spennandi að sjá hvort Káramenn nái markmiði sínu og vinni deildina.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook
Kára