Upplýsingar frá Beitarnefnd frá  29. september 2016.

Taka skal hross úr þeim skammbeitarhólfum sem fullbeitt eru og setja þau í aðalbeitarhólf eigi síðar en 1. október. Hafið samband við beitarnefndarmenn vegna þess að aðalbeitarhólfin eru læst.  Garðyrkjustjóri og beitarnefnd munu meta ástand hvers hólfs og segja til um framhald beitar í því sé um slíkt að ræða.

Beitargjald er kr. 5000 á hest ef greitt er fyrir 15. október, en eftir þann dag hækkar gjaldið í kr. 7.500.

Eins og undanfarin ár fá folaldshryssur og ógeltir hestar ekki aðgang að beitarhólfum.

Án undantekinga skulu öll hross í beitarhólfum örmerkt og öll hross sem fara í aðalbeitarhólf eru skráð hjá beitarnefnd.

Hrossasmölun verður eftirtalda sunnudaga og hefst kl. 13 alla dagana.  23. október, 13. nóvember,  27. nóvember, 11. desember og lokasmölun verður laugardaginn 31. desember en þá verða öll hross rekin heim í Æðarodda.

Símanúmer beitarnefndar: Gísli 8920155,  Bjarki 8987696, 8986157.