Innritun fyrir haustönn 2016

Gengið er frá greiðslum og skráningu í gegnum skráningavefinn ia.felog.is (Nóra).  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli og kostar hver seðill 390 kr.  Hægt er að skipta greiðslum í allt að þrjá hluta.  Allir ógreiddir greiðsluseðlar fara í gegnum innheimtuferli gegnum Motus með tilheyrandi kostnaði.  Hægt er að nýta tómstundaframlag Akraness til lækkunar á æfingagjöldum. Upplýsingar í samband við greiðslur er á netfang framkvst@fima.is eða gjaldkeri@fima.is, öll mál er meðhöndluð sem trúnaðarmál.

Alla jafna er einungis opið fyrir skráningar fyrir yngstu þáttakendum byrjendahópa (5 og 6 ára), íþróttaskóla og yngstu Parkour hópa (8 ára og yngri).  Forskráð er í aðra hópa og ef iðkandi hefur ekki áhuga á að halda sæti sínu þá vinsamlegast sendið póst á framkvst@fima.is.

Innifalið inní æfingagjöldum er leyfisgjald FSÍ (Fimleikasamband Íslands)

Mótagjöld eru innheimt sér.

Veittur er 10% fjölskylduafsláttur og reiknast hann af heildarverði æfingagjalda.

Æfingatímabil byrjendahópar (5-8 ára), íþróttaskóli (1-5 ára) og Parkour:
Haustönn er að öllu jöfnu frá lok ágúst byrjun september til 20 desember
Vorönn er að öllu jöfnu frá byrjun janúar til maí

Æfingatímabil framhaldshópa (9 ára og eldri):
Haustönn er að öllu jöfnu frá miðjum ágúst til 31 desember (breytilegt eftir hópum)
Vorönn er að öllu jöfnu frá byrjun janúar til loka júní (breytilegt eftir hópum)

Verðskrá haust 2016 (með fyrirvara á breytingum og innsláttarvillum)

Grunnhópar
Hópur Vikur Tímar Verð Skráning
Íþróttaskóli 12 40 mín 12.000 Skráð í Nóra
5 ára (2011) 15 50 mín 15.000 Skráð í Nóra
6 ára (2010) 16 2 x 50 mín 23.194 Skráð í Nóra
7 ára (2009) 16 2,5 klst 25.394 Forskráð, greitt í Nóra
Strákar (2009) 16 1,5 klst 15.000 Skráð í Nóra, kynningartilboð
Strákar (2007-2008) 16 3 klst 27.594 Forskráð, greitt í Nóra
P1 (2008-2010) 16 2 klst 23.194 Skráð í Nóra
P2 (2004-2007) 16 2 klst 23.194 Forskráð, greitt í Nóra
P3 (2003 og eldri) 16 3 klst 27.594 Forskráð, greitt í Nóra
Framhaldshópar
5 flokkur (2008) 16 3,5 klst 28.685 Forskráð, greitt í Nóra
4 flokkur yngri (2007) 17 4,5 klst 34.002 Forskráð, greitt í Nóra
4 flokkur eldri (2006) 17 6 klst 40.987 Forskráð, greitt í Nóra
3 flokkur (2005) 17 6 klst 40.987 Forskráð, greitt í Nóra
2 flokkur B (2003-2004) 20 8 klst 58.767 Forskráð, greitt í Nóra
2 flokkur (A3) 20 10 klst 61.860 Forskráð, greitt í Nóra
1 flokkur (A9) 20 12 klst 64.953 Forskráð, greitt í Nóra
Meistaraflokkur (A1) 20 12 klst 64.953 Forskráð, greitt í Nóra