Eitt brons og þrjú Akranesmet á degi tvö á íslandsmeistaramótinu.

Eitt brons og þrjú Akranesmet á degi tvö á íslandsmeistaramótinu. Krakkarnir áttu mjög góðan dag og eru enn að bæta sig. Brynhildur Traustadóttir vann brons í 1500m skriðsundi á nýju Akranesmeti, hún synti á tímanum 18.08.15 sem er bæting hjá henni um 23 sekúndur frá meti sem hún setti í Ásvallarlaug fyrir aðeins þrem vikum […]

Fyrstu verðlaunin á ÍM 50 komin í hús!

Þá er fyrsta degi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug lokið, undanrásir voru syntar í morgun og svo fór úrslitahlutinn fram seinnipartinn í dag. Brynhildur synti 400 metra skriðsund og átti glæsilegt sund, bætti sig um heilar 8 sekúndur og endaði í þriðja sæti í hörkuspennandi keppni. Tíminn hennar Brynhildar var 4.30.63. Atli Vikar var […]

Á morgun hefst íslandsmeistaramót í 50m laug

Nú á föstudag hefst íslandsmeistaramót í 50m laug í Laugardalslauginni. Mótið stendur fram á sunnudag og er sundfélagið með níu keppendur á mótinu þetta árið. Krakkarnir hafa æft vel í vetur t og verður spennandi að fylgjast með þeim um helgina. Undanrásir hefjast kl. 09.30 og úrslitasund  hefjast kl. 16.30 alla dagana. RÚV sendir beint frá […]

Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í april/mai 2019

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði skriðsundsins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og fótatök. Áhersla verður lögð á: · Flot og líkamslegu í vatninu · Öndun til hliðar · Samræmingu handa- og fótataka Kennslustundir eru tíu og er hver tími 40 mín. Kennt verður á mánudögum 18.00-18.45 i Bjarnalaug og fimmtudagum i Jaðarsbakkalaug 19.30-20.15 Námskeiði hefst […]

Nýr sundnámskeið hefst eftir páska fyrir börn fædd 2012-2015

Fjórfiskar fædd 2015 Námskeið 5 vikur, einu sinni í viku (verð 6.500) Hentar öllum á þessum aldri Miðvikudagar 16.15-17.00  (Hlín) Námskeiðið hefjast miðvikudaginn 24. april                      Krossfiskar fædd 2012-2014 Námskeið 5 vikur, tvisvar í viku (verð 12.500) Mánudagar     16.30-17.20   (Jill) Föstudagar      17.00-17.45   (Jill) Sundnámskeið sem hentar öllum á þessum aldri. Námskeiðin hefjast föstudaginn 26. april  […]

Bárumótið 2019

Í gær þriðjudaginn 26. mars fór fram árlegt innanfélagsmót, Bárumótið, í Bjarnalaug. Á mótinu eru krakkar á aldrinum 8-12 ára úr sundfélaginu að keppa og á eftir mótið er öllum boðið í pizzuveislu.. Allir keppendur fá verðlaunapening fyrir þátttökuna og stigahæsta stelpan og strákurinn fá farandabikara sem gefnir eru tíl minningar um Báru Daníelsdóttir. Mótið […]

Aðalfundur Sundfélags Akraness 2019 var haldinn þriðjudaginn 19. mars

Góð staða sundfélags Akraness Aðalfundur Sundfélags Akraness 2019 var haldinn í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum þriðjudaginn 19. mars. Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundarstjórn var í höndum Karítasar Jónsdóttur sem stýrði fundinum af röggsemi. Fundurinn hófst með ávarpi fráfarandi formanns, Trausta Gylfasonar sem flutti skýrslu félagsins fyrir árið 2018. Fram kom í máli hans […]

Tvö Akranesmet á Ásvallamóti SH.

21 sundmaður, 13 ára og eldri frá S.A tóku þátt í Ásvallarmóti í Hafnarfirði um helgina. Alls tóku þátt  330 sundmenn frá 18 félögum, þar af eitt frá Cananda. Okkar sundmenn áttu góða helgi, tímarnir voru góðir miða við strangar æfingar núna hjá þeim elstu vegna íslandsmeistaramóts sem framundan er. Krakkarnir bættu sig í 66 stungum af 99 sem er mjög flott. […]

Sundnámskeið 5-7 ára (2012-2014) hefst mánudaginn 18. Mars. 

Sundnámskeið 5-7 ára (2012-2014) Nýtt námskeið hefst mánudaginn 18. Mars. Kennt er tvisvar i viku i 4 vikur. Sundnámskeið sem hentar öllum á þessum aldri og því líkur fyrir Páska. Mánudagar 16.30-17.15 Föstudagar 17.00-17.45 Verð 10.000 Kennari: Jill Syrstad Skráning á vef https://ia.felog.is (Nóra) Nánari upplýsningar sundfelag@sundfelag.com