ÍA TV

Íþróttabandalag Akraness hefur fest kaup á búnaði til beinna útsendinga á netinu. Búnaðurinn er í umsjón ÍA og KÍA en til afnota fyrir öll aðildarfélög íþróttabandalagsins. Útsendingin fer fram á YouTube live og verður síðan aðgengileg á YouTube síðu ÍA TV ef áhugi er á því.

Hlekkur á Youtube síðuna/streymið er hér https://www.youtube.com/channel/UCnQHvY_UsVTOWKUfy0bKFug

Hafi aðildarfélag áhuga á að nota búnaðinn til að streyma íþróttaviðburðum eða öðrum viðburðum félaganna í gegnum ÍA TV er nauðsynlegt að hafa samband við forsvarsmenn KÍA með góðum fyrirvara. Þeir eru:

Örn, sími 669-6507

Heiðar, sími: 864-5545

 Ekki er hægt að fá búnaðinn nema Örn eða Heiðar komi og aðstoði við uppsetningu.   

Hér er hægt að sjá hvort búnaðurinn er laus: 

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..