Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins á Akranesi 2017 og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður varð annar í þessu kjöri núna og hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson varð þriðji.

Valdís Þóra varð Íslandsmeistari í höggleik í golfi 2017, er margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis og einn fremsti kylfingur meðal kvenna til margra ára og nú atvinnukona í golfi.  Hún tryggði sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu í lok árs 2016 og með góðum árangri þar tryggði hún áframhaldandi keppnisrétt í Evrópu LET mótaröðinni keppnistímabilið 2018.  Valdís endaði keppnistímablið á því að verða í 2.sæti á LET móti á Spáni og í 3.sæti á LET móti í Kína. Valdís Þóra keppti á US Open og varð þar með fyrstu Íslendingum til að keppa á risamóti í kvennagolfi.

Til hamingju Valdís Þóra