Þriðjudaginn 31. október kl. 20:00 að Jaðarsbökkum fjallar Vanda Sigurgeirsdóttir fyrrverandi knattspyrnuþjálfari og landsliðskona um mikilvægi sálræna þáttarins í íþróttum og hvernig íþróttafólk getur bætt árangur með notkun sálrænna aðferða. Vanda fjallar einnig um mikilvægi jákvæðra leiðtogaeiginleika íþróttafólks. Fyrirlesturinn byggir á blöndu af fræðslu og góðum hagnýtum ráðum.

 Erindið er fyrir iðkendur sem fæddir eru 2001 og fyrr, þjálfarar og foreldrar eru velkomnir.

Fyrirlestur Vöndu er í boði Íþróttabandalags Akraness og styrktur af Íþróttasjóði.