73. ársþing ÍA verður haldið fimmtudaginn 6. apríl nk. kl: 20:00  í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum. Dagskrá þingsins verður samkvæmt lögum.  Þrátt fyrir að hvert félag eigi rétt á ákveðnum fjölda þingfulltrúa samkvæmt félagatali þá hvetjum við allt stjórnarfólk aðildarfélaganna til að mæta á þingið.

Veiting bandalagsmerkis ÍA

Framkvæmdastjórn ÍA vill nota þetta afmælisþing til að veita bandalagsmerki ÍA. Bandalagsmerki ÍA má veita aðilum sem starfað hafa vel fyrir bandalagið svo og þeim sem félagsstjórnir ÍA telja ástæðu til að heiðra eða veita viðurkenningu fyrir störf tengd íþróttamálum. Köllum við eftir tilnefningum frá ykkur um fólk sem unnið hefur ötullega að félagsstarfi innan ykkar félags.

Framboð til stjórnar ÍA

Þeir sem óska eftir að vera í framkvæmdarstjórn ÍA skulu senda inn ósk þess efnis eigi síðar en 29. mars. 

 Ársskýrsla

Ársskýrsla ÍA er í vinnslu, verður hún lögð fram rafrænt fyrir þing og hægt verður að skoða hana í tölvum og snjalltækjum á þinginu sjálfu. Í kjölfar þingsins verða prentaðar ársskýrslur í takmörkuðu upplagi til dreifingar til þeirra sem þess óska og til varðveislu á skjalasafni Akraneskaupstaðar.

Önnur mál

Minnt er á að óski aðildarfélag eftir því að ákveðið málefni, sem samrýmist starfsemi ÍA, verði tekið fyrir á ársþinginu, skal ósk um slíkt komið á framfæri við aðalstjórn íþróttabandalagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársþing.

Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á þingið og verið ófeimin að hafa samband ef það er eitthvað.